Gisting Ý Reykjarfir­i

Í boði eru fjórir gistimöguleikar. Tvö lítil sumarhús eru til leigu og eitt stærra hús. Í stóra húsinu er möguleiki að leigja það allt eða herbergi. Síðan er tjaldstæði með mjög góðri aðstöðu. Nánari lýsing á húsunum og tjaldstæðinu finnur þú með því að velja takkana hér fyrir neðan.

 

Allar frekari upplýsingar færðu hjá Steinunni í síma 892-1545 netfangi nunn@internet.is. 

┴starhrei­ri­

1 af 4

Er lítið sumarhús 12 fm að stærð smíðað af Ragnari Jakobssyni. Í húsinu er rúm fyrir fimm og eldunaraðstaða. Aðra neðri kojuna er hægt að draga út og gera tvíbreiða.

 

Nota þarf salernisaðstöðu í sundlaugarklefum.

 

Pallur er við húsið með húsgögnum og grilli. Í húsinu er: borðtuskur, viskustikki, uppþvottalögur, pottar og borðbúnaður.

 

Gamlah˙si­

Húsið var byggt árið 1938. Matthildur og Jakob bjuggu þar til ársins 1958 en nú er húsið leigt út á sumrin. Í húsinu eru rúm fyrir 22 í 6 herbergjum. Þar er hvorki heitt vatn né rafmagn. Húsið er kynnt með olíu. Í eldhúsi er olíueldavél og gaseldavél,  uppþvottalögur, borðtuskur, viskustikki, pottar og annar borðbúnaður.  Í húsinu eru einnig lök, koddar og koddaver. Klósett er í húsinu en engin sturta.

 

Skila þarf húsinu hreinu.

 

H÷llin

1 af 3

Höllin er 9 fm bjálkahús, þar er rúm fyrir 3 og eldunaraðstaða. Neðri kojuna er hægt að draga út og gera tvíbreiða. Í húsinu eru: borðtuskur, viskustikki, pottar, áhöld og borðbúnaður. Húsið er hitað með gasofni. Salernisaðstaða er í sundlaugarklefum.

 

TjaldstŠ­i

Mjög gott tjaldstæði er í Reykjarfirði. Á tjaldstæðinu er borð, kolagrill, snúrur, kamrar og aðstaða fyrir uppvask. Engöngu kalt vatn.

 

Vefumsjˇn